Fara í efni
KA

Einar Rafn frá næstu fjórar til sex vikur

Einar Rafn Eiðsson, lykilmaður í sóknarleik KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Einar Rafn Eiðsson, lykilmaður í handboltaliði KA, hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjum vegna meiðsla í hné og verður frá keppni í fjórar til sex vikur til viðbótar. Einar Rafn gæti því misst af fjórum næstu deildarleikjum hið minnsta, gegn ÍBV, Val, FH, Fram og Aftureldingu, og  fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar fyrri hluta mars.