Fara í efni
KA

Dusan Brkovic fer frá KA til FH

Serbneski varnarmaðurinn Dusan Brkovic hefur leikið afar vel með KA síðustu þrjú ár. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Serbneski varnarmaðurinn Dusan Brkovic, sem leikið hefur með KA síðustu þrjú keppnistímabil, hefur gert eins árs samning við FH í Hafnarfirði. Fótbolti.net greindi fyrst frá því í dag að félagaskiptin stæðu fyrir dyrum og FH-ingar staðfestu tíðindin í kvöld.
 
Dusan, sem er 34 ára, hefur leikið afar vel með KA og óhætt að fullyrða að hann hefur verið einn besti varnarmaður Bestu deildarinnar síðustu ár. Samningur hans við KA rann út á dögunum.