KA
Dönsk örvhent skytta til liðs við KA/Þór
08.09.2021 kl. 14:52
Handboltaparið Pætur Mikkjálsson Sofie Söberg Larsen.
Danska handboltakonan Sofie Söberg Larsen er gengin til liðs við Íslandsmeistara KA/Þórs. Sofie er 186 cm, örvhent skytta, sem lék síðast með H71 í Færeyjum.
Segja má að hún sé óvart orðin leikmaður KA/Þórs. Sofie, sem er unnusta Pætur Mikkjálsson, færeyska línumannsins sem kom til KA í sumar, lék ekkert á síðasta keppnistímabili og hafði ekki hugsað sér að vera í handbolta í vetur heldur einbeita sér að námi og styðja við bakið á unnustanum. Hún fékk svo að koma á æfingar hjá Íslandsmeisturunum, stóð sig mjög vel og ákveðið var að semja við hana.
Sofie er komin með leikheimild með KA/Þór og verður hugsanlega með gegn Fjölni í bikarkeppninni á laugardaginn.