Fara í efni
KA

Davíð hleypur í skarðið fyrir Satchwell

Nicholas Satchwell, færeyski landsliðsmarkvörðurinn, hefur reynst KA mikill happafengur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Hinn þrautreyndi markvörður Davíð Hlíðdal Svansson hefur fengið félagaskipti til KA frá HK, samkvæmt heimildum handboltavefs Íslands, handbolta.is – þar segir að Davíð ætli að „vera KA-mönnum innanhandar meðan færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell verður frá keppni. Satchwell hefur verið slæmur í baki upp á síðkastið en mun vera á batavegi eftir því sem næst verður komist þótt erfitt sé að slá föstu hvenær hann verður klár í slaginn á ný.“

 Nánar hér á handbolti.is