Fara í efni
KA

Danskur bakvörður gengur til liðs við KA

Danskur bakvörður, Mark Gundelach er genginn til liðs við knattspyrnulið KA, og mun leika með liðinu út núverandi keppnistímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Mark, sem er 29 ára, kemur til Akureyrar frá HB Köge í Danmörku en hann hefur einnig leikið með Roskilde, SönderjyskE og Nordsjælland í heimalandinu.

Mark hefur leikið alls 257 leiki fyrir dönsku liðin en hann lék meðal annars í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með Nordsjælland. Í þessum leikjum hefur hann skorað 7 mörk.