Fara í efni
KA

Daníel semur við KA út sumarið 2025

Daníel Hafsteinsson í leik gegn Keflavík í Bestu deildinni í sumar. Ekki er að efa að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, lengst til vinstri er ánægður með leikmaðurinn hefur gert nýjan samning við félagið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Daníel Hafsteinsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025.  Greint er frá þessu á heimasíðu félagsins í dag.

„Danni er uppalinn hjá KA en hann er 24 ára gamall og heldur betur sannað sig sem einn af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar. Danni braut sér leið inn í meistaraflokkslið KA sumarið 2017 er KA var nýliði í efstu deild og hefur verið í lykilhlutverki síðan en hann lék sinn 100. leik fyrir KA á dögunum,“ segir á vef KA.

Daníel skoraði í báðum Evrópuleikjum KA gegn Connah's Quay Nomads í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu og er þar með orðinn markahæsti KA-maðurinn í Evrópukeppni. 

Smellið hér til að sjá fréttina á vef KA