Fara í efni
KA

Daði utan – Andri og Sigþór draga sig í hlé

Daði Jónsson fagnar marki síðasta vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Daði Jónsson, fyrirliði handboltaliðs KA síðasta vetur, leikur ekki með KA í Olísdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Hann er farinn til Danmerkur til náms. Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, staðfesti þetta við handbolta.is. Eins staðfesti hann að Sigþór Gunnar Jónsson ætli ekki að leika með KA á leiktíðinni sem framundan er.

Fleiri breytingar eru í farvatninu hjá KA skv. fréttinni. Andri Snær Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara KA/Þórs, ætlar til dæmis að draga saman seglin sem leikmaður.

Nánar hér á handbolti.is