Fara í efni
KA

Daði genginn til liðs við KA á nýjan leik

Daði Jónsson fagnar marki í leik með KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Daði Jónsson, fyrrverandi fyrirliði handboltaliðs KA, er genginn til liðs við félagið á nýjan leik. Hann lék síðast með KA veturinn 2020 - 2021 en hélt að því loknu utan til náms.

„Daði sem verður 26 ára síðar á árinu er uppalinn hjá okkur í KA og brennur svo sannarlega fyrir félagið. Hann hefur verið leiðandi í baráttunni bæði innan sem utan vallar og afar sterkt að fá hann aftur heim,“ segir á heimasíðu KA í morgun.

Hann steig fyrstu skrefin í meistaraflokki Akureyri, sameiginlegu liði KA og Þórs, keppnistímabilið 2016 til 2017. „Í kjölfarið var Daði í lykilhlutverki í uppbyggingu KA liðsins en Daði er ákaflega öflugur varnarmaður auk þess að vera duglegur að drífa liðsfélaga sína áfram. Það var því við hæfi að Daði tók við hlutverki fyrirliða KA liðsins.“

Nánar hér á heimasíðu KA