Fara í efni
KA

Brynjar lék mjög vel í síðasta útileiknum

Brynjar Ingi Bjarnason lék mjög vel í vörn Vålerenga í gær þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á útivelli gegn Haugesund í efstu deild norsku knattspyrnunnar. Hann var valinn maður leiksins af bet365 fyrirtækinu.

Þetta er þriðji deildarleikurinn í röð sem Brynjar spilar. Hann hefur nú verið í byrjunarliðinu tvo leiki í röð en kom inná snemma í þar síðasta leik þegar einn samherja hans meiddist.

Brynjar hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Hann fékk Covid snemma árs og var mjög lengi að jafna sig eftir það en lýkur keppnistímabilinu með bravör. Leikurinn í gær var sá síðasti á útivelli hjá Brynjar og félögum í deildinni en síðasta leikur tímabilsins er á heimavelli gegn Molde um næstu helgi. Vålerenga er í fimmta sæti.