Fara í efni
KA

Brynjar kynntur til leiks á fjölmiðlafundi

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason hefur æft með Lecce síðustu daga eins og fram hefur komið á Akureyri.net, en hann gekk til liðs við ítalska B-deildarfélagið á dögunum sem kunnugt er. Í gær var hann svo kynntur formlega til leiks á fundi með blaðamönnum á heimavelli félagsins. Þar lýsti hann mikilli ánægju með að hafa samið við Lecce, sagði gott að þróast sem varnarmaður á Ítalíu, vel hefði verið tekið á móti honum og hann hlakkaði mikið til þeirrar áskorunar sem framundan væri. Lið Lecce æfir nú á heimaslóð syðst á Ítalíu en heldur fljótlega norður í land í æfingabúðir. Keppnistímabilið hefst svo um miðjan ágúst með leik gegn Parma í bikarkeppninni.

Brynjar og Pantaleo Corvino, íþróttastjóri Lecce, á fundi með blaðamönnunum í gær.