Fara í efni
KA

Brynjar gerði tvö mörk í fyrsta æfingaleiknum

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gerði tvö mörk í fyrsta æfingaleiknum með ítalska félaginu Lecce, sem keypti hann frá KA á dögunum. Lecce spilaði í dag við utandeildarlið Sinigo, sem reyndist auðveldur andstæðingur eins og búast mátti við. Brynjar Ingi spilaði fyrri hálfleikinn, að honum loknum var staðan 5:0, skipt var um alla leikmenn fyrir seinni hálfleikinn og úrslitin urðu 13:0. Annað markið gerði Brynjar með skalla eftir hornspyrnu, hitt með skoti af stuttu færi eftir horn. Brynjar er þriðji frá hægri í aftari röð.