Fara í efni
KA

Brynjar einn nýliða í 34 manna landsliðshópi

Brynjar Ingi Bjarnason fagnar marki sínu í 3:1 sigrinum á KR í Reykjavík á dögunum. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð.

Brynjar Ingi Bjarnason, knattspyrnumaður í KA, er einn nokkurra nýliða í 34 manna hópi sem Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, valdi í dag fyrir vináttuleiki Íslands gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi á næstunni. 

Ísland mætir Mexíkó í Bandaríkjunum eftir rúma viku, leikur síðan í Færeyjum 4. júní og mætir loks Pólverjum í Poznan 8. júní.

Brynjar Ingi, sem er 21 árs varnarmaður, lék mjög vel með KA í fyrrasumar og hefur haldið sínu striki í vetur og vor. Hann verður í eldlínunni í kvöld þegar KA-menn mæta Víkingum í toppslag Íslandsmótsins á Dalvíkurvelli klukkan 18.00. Fjögur lið eru efst og jöfn í Pepsi Max deildinni með 10 stig eftir fjóra leiki, auk KA og Víkings eru það FH og Valur.

Smellið hér til að sjá landsliðshópinn.