Fara í efni
KA

Brynjar bestur hjá KA, Sveinn efnilegastur

Brynjar Ingi Bjarnason, til vinstri, og Sveinn Margeir Hauksson.

Brynjar Ingi Bjarnason var valinn besti leikmaður KA í sumar og Sveinn Margeir Hauksson sá efnilegasti. Stjórn knattspyrnudeildar velur og var niðurstaðan kynnt á heimasíðu KA í morgun.

Um Brynjar segir á heimasíðunni: „Binni lék alla leiki sumarsins og stóð heldur betur fyrir sínu í vörn liðsins og skoraði auk þess fyrstu tvö mörk sín fyrir félagið!“

Og um Svein Margeir segir stjórn knattspyrnudeildar: „Þessi 19 ára gamli miðjumaður kom frábærlega inn í liðið í sumar og lék 18 leiki í deild og bikar og skoraði auk þess glæsilegt mark.“