Fara í efni
KA

Stelpurnar spila í kvöld, strákarnir lágu í gær

KA-stelpurnar þegar þær urðu deildarmeistarar á dögunum. Mynd af Facebook síðu KA.

Kvennalið KA í blaki fær Völsung frá Húsavík í heimsókn í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Þetta er fyrsta viðureign liðanna og hefst kl. 19.30 í KA-heimilinu. 

Karlalið KA hóf leik í undanúrslitum í gær og laut í lægra haldi fyrir bikarmeisturum Hamars í Hveragerði, 3:0. Hamar vann hrinurnar 25:18, 25:15, 25:23

Það lið fer í úrslit sem sigrar í tveimur leikjum. KA-strákarnir verða því að vinna Hamar þegar Hvergerðingarnir koma í heimsókn í KA-heimilið á mánudaginn, til að tryggja sér oddaleik.