Fara í efni
KA

Birkir og Brynjar í hópnum - Aron ekki

Aron Einar Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Bjarnason.

KA-mennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Bjarnason eru í landsliðshópnum í knattspyrnu, sem tilkynntur var í dag, fyrir þrjá leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins í byrjunar september. Landsliðsfyrirliðinn, Þórsarinn Aron Einar Gunnarsson, er hins vegar ekki í hópnum. Hann er með Covid og í einangrun á Spáni, þar sem félagslið hans, Al-Arabi, var í æfingabúðum.

Ísland mæt­ir Rúm­en­íu 2. sept­em­ber, Norður Makedón­íu 5. sept­em­ber og Þýskalandi 8. sept­em­ber. Ísland er í fimmta og næst neðsta sæti J-riðils með þrjú stig eft­ir fyrstu þrjá leiki sína.

Landsliðshópur 21 árs og yngri var einnig kynntur í dag. Ísland mætir Hvíta Rússlandi ytra 2. september og Grikklandi á Fylkisvelli 7. september, en um er að ræða fyrstu leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Í hópnum eru þrír Þórsarar, þótt enginn þeirra sé reyndar enn í herbúðum félagsins; Birkir Heimisson, leikmaður Vals, og bræðurnir Ágúst Eðvald Hlynsson, sem leikur með AC Horsens í Danmörku, og Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í Hollandi. Birkir og Ágúst Eðvald eru báðir 21 árs en Kristian Nökkvi er aðeins 17 ára.

Smellið hér til að sjá A-landsliðshópinn

Smellið hér til að sjá landsliðshóp 21 árs og yngri

  • Á myndinn er Birkir Heimisson í leik Vals og KA á Dalvíkurvelli í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.