Fara í efni
KA

Bikarinn: Þór til Dalvíkur, KA gegn Reyni

Dregið var í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu. Þórsarar mæta Dalvík/Reyni á útivelli en KA-menn fá Reynismenn úr Sandgerði í heimsókn. Dalvík leikur í sumar í 3. deild, sem er fjórða efsta deild Íslandsmótsins en Reynir deild ofar.

Magnamenn frá Grenivík mæta Selfyssingum á útivelli í 32-liða úrslitunum. Stórleikur umferðarinnar verður viðureign Breiðabliks og Vals og önnur rimma liða úr Bestu deildinni verður leikur Stjörnunnar og KR.

Leikir 32-liða úrslitanna fara fram eftir mánuð, í lok maí. Dráttinn í heild má sjá hér á fotbolti.net