KA
Besta deildin: KA-menn sækja meistarana heim
28.04.2024 kl. 14:30
Hans Viktor Guðmundsson og samherjar í KA-liðinu mæta Íslandsmeisturum Víkings í Reykjavík í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson
KA sækir Íslandsmeistara Víkings heim í dag þegar fjórða umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu hefst. Leikurinn í Víkinni hefst kl 16.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Víkingar hafa unnið alla þrjá leikina hingað og er með níu stig en byrjun KA-strákanna hefur verið langt undir væntingum; þeir eru með eitt stig, eftir jafntefli við HK á heimavelli í fyrstu umferð, en töpuðu síðan fyrir bæði FH og Vestra, einnig á heimavelli.