KA
Belgískur bakvörður til liðs við KA
Mynd af vef KA
Belgískur knattspyrnumaður, Bryan Van Den Bogaert, er genginn til liðs við KA og leikur með liðinu á komandi sumri. Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður. Hann kemur frá RWD Molenbeek sem leikur í næstefstu deild í Belgíu.
„Bogaert hefur að mestu leikið í Belgíu þar sem hann hefur spilað með KVC Westerlo, Royal Antwerp, KSK Heist, Royal Cappellen og loks KVC Westerlo en auk þess lék hann um tíma á Englandi með Crawley Town, Whitehawk og Ebbsfleet,“ segir á vef KA.