KA
Bæta við félagsaðstöðu og búningsklefum
11.05.2023 kl. 19:00
Viðbótin við fyrri samning er blái reiturinn á myndinni; bygging þar sem verður félagsaðstaða og búningsklefar. Guli flöturinn er áhorfendastúkan við aðal keppnisvöll KA sem nú er unnið að. Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti í morgun samning um uppbyggingu á félagssvæði KA og vísaði honum til umræðu í bæjarstjórn. Þar með er endanlega ljóst að frá fyrri samningi verður bætt við tengibyggingu á milli íþróttahússins og áhorfendastúkunnar sem reist verður við nýja fótboltavöllinn, aðal keppnisvöll félagsins, sem nú er unnið að. Í umræddri tengibyggingu verður annars vegar félagsaðstaða og hins vegar búningsklefar.
Nokkrar bókanir voru lagðar fram á fundinum þar sem fulltrúar meirihlutans lýstu eðlilega mikilli ánægju með málalyktir en tveir fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn töldu ótímabært að taka endanlega ákvörðun.
Ófullnægjandi gögn
Sunna Hlín Jóhannesdóttir, fulltrúi Framsóknar, sat hjá við afgreiðslu málsins vegna ófullnægjandi gagna og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Sit hjá vegna ófullnægjandi gagna. Ég er ekki á móti þessari viðbót við fyrrum uppbyggingarsamning, það eru ákveðin rök fyrir því að klára félagsaðstöðuna samhliða en ákvörðun um það verður að vera byggð á faglegri vinnu. Enn er mörgum spurning ósvarað. Það er óábyrg fjármálastjórnun að ekki liggi til grundvallar minnisblað um rekstrarkostnað og hvaða áhrif þessi fjárfesting hefur á aðrar áætlaðar fjárfestingar og getu til fjárfestinga á næstu árum. Eins sýnir það skort á faglegum vinnubrögðum að hvorki fylgi gögnunum þarfagreining né heildar framtíðarsýn á uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fulltrúar B-lista hafa talað fyrir því fyrir síðustu kosningar að dusta rykið af umræðu um þriggja kjarna starfsemi og skipuleggja uppbyggingu á KA og Þórssvæðinu samhliða því, það á enn við.
Það er óásættanlegt að ekki sé tímasett í samningnum hvenær viðunandi frágangi eigi að ljúka né kostnaðargreining á því. 7. gr. um bindingu Akureyrarvallar samræmist ekki nýsamþykktri húsnæðisáætlun.“
Skortir framtíðarsýn
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Vinstri grænum er áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Hún lét bóka:
„Mér finnst skorta framtíðarsýn varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum og að horft sé til þess að við erum 20.000 manna sveitarfélag í því samhengi. Eins þarf að meta hvaða áhrif þessi samningur hefur á aðrar áætlaðar fjárfestingar sveitarfélagsins og fjárfestingar til framtíðar sem og að rekstrarkostnaður sé ljós.“
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Vinstri grænum er áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Hún lét bóka:
„Mér finnst skorta framtíðarsýn varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum og að horft sé til þess að við erum 20.000 manna sveitarfélag í því samhengi. Eins þarf að meta hvaða áhrif þessi samningur hefur á aðrar áætlaðar fjárfestingar sveitarfélagsins og fjárfestingar til framtíðar sem og að rekstrarkostnaður sé ljós.“
Uppbygging mikilvæg
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, óskaði bókað:
„Mikilvægt er að tryggja að úthlutun lóða á Akureyrarvelli geti átt sér stað í samræmi við húsnæðisáætlun árið 2026, til að tryggja sveitarfélaginu tekjur til að standa straum af hluta þess kostnaðar sem um ræðir. Þá er mikilvægt að vinna að nýrri áætlun um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja, enda ljóst að einnig er þörf á uppbyggingu mannvirkja annarra íþróttafélaga sveitarfélagsins. Þá er mikilvægt að horfa til heildarsamhengis í framkvæmdaáætlun næstu ára, enda töluverð þörf á uppbyggingu mannvirkja tengt öðrum málarflokkum, ekki síst á velferðar- og fræðslusviði.“
Þá létu fulltrúar meirihlutans, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hlynur Jóhannsson Miðflokki og Lára Halla Eiríksdóttir Sjálfstæðisflokki bóka:
„Ánægjulegt er að nú liggi fyrir samningur um uppbyggingu á KA svæðinu. Við teljum ekkert í samningnum koma í veg fyrir uppbyggingu á Akureyrarvelli og hann því í samræmi við nýsamþykkta húsnæðisáætlun.“
Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, óskaði bókað:
„Mikilvægt er að tryggja að úthlutun lóða á Akureyrarvelli geti átt sér stað í samræmi við húsnæðisáætlun árið 2026, til að tryggja sveitarfélaginu tekjur til að standa straum af hluta þess kostnaðar sem um ræðir. Þá er mikilvægt að vinna að nýrri áætlun um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja, enda ljóst að einnig er þörf á uppbyggingu mannvirkja annarra íþróttafélaga sveitarfélagsins. Þá er mikilvægt að horfa til heildarsamhengis í framkvæmdaáætlun næstu ára, enda töluverð þörf á uppbyggingu mannvirkja tengt öðrum málarflokkum, ekki síst á velferðar- og fræðslusviði.“
Þá létu fulltrúar meirihlutans, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Hlynur Jóhannsson Miðflokki og Lára Halla Eiríksdóttir Sjálfstæðisflokki bóka:
„Ánægjulegt er að nú liggi fyrir samningur um uppbyggingu á KA svæðinu. Við teljum ekkert í samningnum koma í veg fyrir uppbyggingu á Akureyrarvelli og hann því í samræmi við nýsamþykkta húsnæðisáætlun.“