Fara í efni
KA

Bæði KA-liðin í blaki unnu frækna sigra í dag

Kvennalið KA í blaki. Mynd af Facebook síðu KA í dag.

Bæði lið KA í blaki unnu frækna sigra á heimavelli í dag, þegar Hamar og Álftanes komu í heimsókn í Íslandsmótinu.

Karlaliðið lék fyrst við topplið Hamars. Gestirnir komust í 2:0 með sigri í tveimur fyrstu hrinunum, 25:13 og 25:19 en þá hrukku KA-strákarnir í gang og unnu næstu þrjár: 25:15, 25:19 og oddahrinuna 15:6. KA-menn urðu þar með fyrstir til þess að sigra Hamar í deildinni í vetur.

Stelpurnar í KA endurtóku svo leikinn. Lið Álftaness vann tvær fyrstu hrinurnar gegn þeim, 25:22 og 25:20, en KA vann þrjár næstu: 25:17, 25:19 og 15:12.

Sannarlega dramatískur og góður dagar hjá blakfólki KA!

KA strákarnir sem unnu Hamar í dag. Mynd af Facebook síðu KA.