KA
Auður fékk brons á Norður-Evrópumótinu
20.10.2022 kl. 12:52
Mateo Castrillo, Auður Pétursdóttir, Oscar Fernandez Celiz og Pétur Ingi Haraldsson.
Auður Pétursdóttir var í eldlínunni með U17 ára landsliði Íslands í blaki sem hlaut bronsverðlaun á NEVZA Evrópumóti í Ikast í Danmörku sem lauk í gær. NEVZA er mót þar sem lið frá Norður-Evrópu leiða saman hesta sína.
Íslenska varð í þriðja sæti og nældi þar með í brons eftir sigur á Englandi í lokaleik sínum. Spilandi þjálfari KA, Miguel Mateo Castrillo, þjálfar stúlknalandsliðið og Oscar Fernandez Celiz leikmaður KA þjálfar drengjalandsliðið sem varð í sjötta sæti á mótinu. Þá fór faðir Auðar, Pétur Ingi Haraldsson, með í ferðina sem liðsstjóri en hann leikur einnig blak með öldungaliði KA.
Nánar hér á heimasíðu KA.