Fara í efni
KA

Arnór Ísak semur áfram til tveggja ára við KA

Jón Heiðar Sigurðsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild KA, og Arnór Ísak Haddsson. Mynd af vef KA.

Handboltamaðurinn Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA og er því samningsfundinn félaginu til vors 2026.

Arnór, sem er 21 árs gamall leikstjórnandi, er uppalinn hjá KA og hefur þrátt fyrir utan aldur verið í stóru hlutverki í meistaraflokki undanfarin ár og tók í vetur þátt í 100. leiknum fyrir félagið.

Arnór á fjölmarga leiki að baki með yngri landsliðum Íslands, meðal annars bæði á EM og HM.

„Handknattleiksdeild KA hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt og stöðugt efstudeildarlið á ungum KA mönnum og verður áfram gaman að fylgjast með okkar flotta liði með Arnór Ísak í fararbroddi,“ segir á heimasíðu félagsins.