KA
Árni Bragi reyndist gömlum félögum erfiður
09.11.2023 kl. 21:30
Árni Bragi Eyjólfsson reyndist KA-mönnum óþægur ljár í þúfu í kvöld.
KA-menn töpuðu 29:25 fyrir liði Aftureldingar á heimavelli í kvöld í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Árni Bragi Eyjólfsson, fyrrverandi leikmaður KA, reyndist gömlu félögunum erfiður og gerði 12 mörk.
Fyrri hálfleikurinn var lengst af í jafnvægi en eftir góðan endasprett gestanna var staðan 14:10 þeim í vil í hálfleik. KA-menn söxuðu á forskotið og náðu að jafna 10 mínútum fyrir leikslok, 22:22, en þá kom annar góður sprettur Mosfellinga sem réði úrslitum.
Einar Rafn Eiðsson var markahæstur KA-manna með átta mörk.
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina