KA
Arna valin í landsliðið fyrir tvo HM-leiki
19.08.2022 kl. 13:17
Arna Sif Ásgrímsdóttir, til vinstri, og Sandra María Jessen í leik Vals og Þórs/KA á Hlíðarenda á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi fyrirliði Þórs/KA, var í dag valin í landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins. Ísland mætir Hvíta- Rússlandi á Laugardalsvelli 2. september og Hollandi ytra fjórum dögum síðar.
Arna, sem varð þrítug í síðustu viku, hefur leikið geysilega vel með liði Vals í sumar, en var ekki síður frábær með Þór/KA í fyrrasumar – algjör yfirburðamaður, og einn besti leikmaður Íslandsmótsins þá eins og nú. Þá hlaut hún hins vegar ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans.
Arna Sif á að baki 12 leiki með A-landsliðinu og hefur gert eitt mark. Hún lék síðast með liðinu árið 2017.
Smellið hér til að sjá landsliðshópinn.