Fara í efni
KA

Andri Fannar í liði KA í stað Ívars

Mynd af Twitter síðu Club Brugge

Andri Fannar Stefánsson er í byrjunarliði KA í leiknum gegn Club Brugge í Belgíu í dag, í fyrri viðureign liðanna í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Ívar Örn Árnason, sem meiddist á dögunum en gat spilað seinni leikinn gegn Dundalk í síðustu umferð, er ekki tilbúinn í slaginn; að minnsta kosti ekki í heilan leik og er því á meðal varamanna.

Á vef UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eru byrjunarliðin birt. Þar er Spánverjanum Rodri stillt upp í hjarta varnarinnar við hlið Dusan Brkovic, þar sem Ívar Örn leikur sé allt með felldu, en Andri Fannar er á miðjunni í stað Rodris.

Byrjunarlið KA er þannig: Kristijan Jajalo – Hrannar Björn Steingrímsson, Dusan Brkovic, Rodri, Birgir Baldvinsson – Sveinn Margeir Hauksson, Andri Fannar Stefánsson, Daníel Hafsteinsson – Ásgeir Sigurgeirsson, Jóan Edmundsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Allar upplýsingar um leikinn eru hér - á vef UEFA

Erfiðasta verkefni KA-manna hingað til