Fara í efni
KA

Andrea Mist og Hulda Ósk semja við Þór/KA

Hulda Ósk Jónsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Knattspyrnukonurnar Andrea Mist Pálsdóttir, sem lék í Svíþjóð í fyrra, og Hulda Ósk Jónsdóttir, sem er við háskólanám í Bandaríkjunum, eru báðar á leið í Þór/KA.

Sandra María Jessen, sem leikið hefur með Bayer Leverkusen í Þýskalandi síðustu þrjú ár, er einnig á heimleið eins og Akureyri.net greindi frá í morgun – hér er sú frétt.

Andrea Mist, sem er 23 ára, lék síðast með Þór/KA sumarið 2019 en hefur síðan verið á mála hjá FH og Växjö í Svíþjóð sem hún lék með síðasta sumar. Hulda Ósk, sem verður 25 ára í næsta mánuði, hefur leikið með Þór/KA síðustu ár. Hún var með liðinu fyrri hluta síðasta sumars en hélt þá til náms í Notre Dame háskólanum í Indianaríki í Bandaríkjunum. Hulda er þar í meistaranámi í stjórnun sem hún lýkur í vor og kemur þá heim til Þórs/KA á ný.