Fara í efni
KA

Án Akureyrings í fyrsta sinn á öldinni

Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason með silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum 2008 - Rúnar Sigtryggsson - Arnór Þór Gunnarsson - Sverre Andreas Jakobsson.

Evrópumótið í handbolta sem stendur yfir í Ungverjalandi og Slóvakíu, er 25. stórmótið sem landslið Íslands hefur tekið þátt í síðan árið 2000. Skemmtileg er sú staðreynd að á hinum mótunum 24 var a.m.k. einn uppalinn Akureyringur með liðinu á hverju einasta móti og einn eða fleiri að auki sem leikið hafa með Akureyrarliði einhvern tíma á ferlinum. Enginn Akureyringur er hins vegar í hópnum núna.

Landslið Íslands hefur leikið á öllum stórmótum frá aldamótum nema heimsmeistaramótinu 2009, Ólympíuleikunum 2016 og Ólympíuleikunum 2020 (sem fóru reyndar ekki fram fyrr en 2021).

  • KA-maðurinn Arnór Atlason tók þátt í 13 stórmótum frá 2005 til 2018, missti aðeins af EM 2008 og HM 2013.
  • KA-maðurinn Sverre Andreas Jakobsson var með landsliðinu á 10 stórmótunum frá 2007 til 2015.
  • Þórsarinn Arnór Þór Gunnarsson tók þátt í átta stórmótum frá 2013 til 2021.
  • Þórsarinn Rúnar Sigtryggsson var með á fimm stórmótum frá 2000 til 2004.
  • Þórsarinn Oddur Gretarsson var með á þremur stórmótum frá 2011 til 2021.
  • Þórsarinn Heiðmar Felixson, sem lék einnig með KA, var með á HM 2001 og HM 2003.
  • KA-maðurinn Guðmundur Hólmar Helgason var með landsliðinu á tveimur stórmótum, 2016 og 2017.
  • KA-maðurinn Heimir Örn Árnason var með landsliðinu á EM 2006.

Vert er að nefna að enginn þessara leikmanna var enn með akureyrska uppeldisfélaginu þegar haldið var á fyrsta stórmótið.

Hér má sjá lista yfir öll mótin. Nöfn þeirra innfæddu feitleitruð en ekki nöfn aðkomumanna – þeirra sem einhvern tíma hafa leikið með Akureyrarliði.

Seltirningurinn Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður sögunnar, lék með KA frá 1998 til 2001 og tók á þeim tíma þátt í EM 2000 og HM 2001, en Julian Duranona frá Kúbu, Valsarinn Valdimar Grímsson og Stjörnumaðurinn Patrekur Jóhannesson, voru horfnir á braut þegar að því móti kom.

Hreiðar Levý Guðmundsson, sem hóf landsliðsferilinn 2005, lék með Akureyri þegar hann tók þátt í HM 2007, og Sverre Andreas Jakobsson var leikmaður Akureyrar þegar hann tók þátt í síðasta stórmóinu, HM 2015.

  • 2000 EM Rúnar Sigtryggsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Robert Julian Duranona , Valdimar Grímsson, Patrekur Jóhannesson
  • 2001 HM Heiðmar Felixson, Guðjón Valur, Duranona, Patrekur
  • 2002 EM Rúnar Sigtryggsson, Guðjón Valur, Patrekur
  • 2003 HM Rúnar Sigtryggsson, Heiðmar Felixson, Guðjón Valur, Patrekur
  • 2004 EM Rúnar Sigtryggsson, Guðjón Valur, Patrekur
  • 2004 ÓL Rúnar Sigtryggsson, Guðjón Valur
  • 2005 HM Arnór Atlason, Guðjón Valur, Ingimundur Ingimundarson
  • 2006 EM Arnór Atlason, Heimir Örn Árnason, Guðjón Valur
  • 2007 HM Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur, Hreiðar Levý Guðmundsson
  • 2008 EM Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur, Hreiðar Levý, Ingimundur
  • 2008 ÓL Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur, Hreiðar Levý, Ingimundur
  • 2010 EM Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur, Hreiðar Levý, Ingimundur
  • 2011 HM Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur, Hreiðar Levý, Ingimundur 
  • 2012 EM Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Oddur Gretarsson, Guðjón Valur, Hreiðar Levý, Ingimundur
  • 2012 ÓL Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur
  • 2013 HM Arnór Þór Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur
  • 2014 EM Arnór Atlason, Sverre Andreas Jakobsson, Arnór Þór Gunnarsson, Guðjón Valur
  • 2015 HM Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson, Sverre Andreas Jakobsson, Guðjón Valur
  • 2016 EM Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðjón Valur
  • 2017 HM Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Guðjón Valur
  • 2018 EM Arnór Atlason, Arnór Þór Gunnarsson, Guðjón Valur
  • 2019 HM Arnór Þór Gunnarsson
  • 2020 EM Arnór Þór Gunnarsson, Guðjón Valur
  • 2021 HM Arnór Þór Gunnarsson, Oddur Gretarsson

Oddur Gretarsson - Guðmundur Hólmar Helgason - Heiðmar Felixson - Heimir Örn Árnason.