Fara í efni
KA

Alfreð hótað: Segðu af þér eða hafðu verra af!

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, fékk hótunarbréf í pósti í morgun. Þar var honum tilkynnt að segði hann ekki af sér hefði hann verra af!

„Fallegt próf í póstkassanum í dag! Eftir samtals 30 ára búsetu í Þýskalandi var mér í fyrsta skipti hótað í þessu stórkostlega landi,“ segir Alfreð á Instagram, þar sem hann birti bréfið og umslagið, og spyr: Þekkir ef til vill einhver rithönd þessa „aðdánda“ míns.

Bréfið er svohljóðandi:

„Við erum öll þýsk og viljum líka að landsliðsþjálfarinn sé Þjóðverji.

Heimskuleg hegðun þín á hliðarlínunni fer í taugarnar á okkur.

Ef þú segir ekki upp störfum þá munum við heimsækja þig og sjáum þá til hvað verður um það. Við bíðum.“