Fara í efni
KA

Alex Cambrey Orrason setti Íslandsmet á EM

Alex Cambrey Orrason, kraftlyftingamaður í KA, bætti Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -93ja kg flokki á Evrópumótinu í kraftlyftingum sem fram fór í Hamm í Lúxemborg í liðinni viku. Hann lyfti samanlagt 840 kg og varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki. 

Alex lyfti 340 kg í hnébeygju, 207,5 kg í bekkpressu og 292,5 kg í réttstöðulyftu, eða samanlagt 840 kg, sem er Íslandsmet. Greint er frá afreki hans á EM, ásamt árangri fleiri úr röðum lyftingadeildar KA á Íslandsmótinu ungmenna og öldunga á vef félagsins - sjá hér

Tveir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér í hús, annar í flokki ungmenna og hinn í flokki öldunga, og eitt Íslandsmet. Aníta Rún Bech Kajudóttir (2005) vann Íslandsmeistaratitil í 63ja kg flokki og Heiðrún Frímannsdóttir (1975) í 84ra kg flokki. Þá setti Kamil Krzyzstof Potrykus (2006) Íslandsmet í hnébeygju í 105 kg flokki.