Fara í efni
KA

Akureyringar æfa með handboltalandsliðum

Þórsarinn Aron Hólm Kristjánsson og KA-maðurinn Arnór Ísak Haddsson ræða málin í hálfleik viðureignar félaganna á dögunum. Þeir hafa verið kallaðir á æfingar landsliðs 19 ára og yngri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Hópur Akureyringa hefur verið boðaður á æfingar yngri landsliða drengja í handbolta um miðjan mars.

U-21 árs landslið
Hafþór Ingi Halldórsson úr Þór er sá eini sem leikur nú með Akureyrarliði en í hópnum er einnig KA-maðurinn Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar.

U-19 ára landslið
Arnór Ísak Haddsson, KA og Aron Hólm Kristjánsson, Þór. Þá er í hópnum Andri Már Rúnarsson úr Fram, sem telst amk hálfur Akureyringur, sonur Þórsarans Rúnars Sigtryggssonar!

U-17 ára landslið
Strákar fæddir 2004 
Kristján Gunnþórsson og Viðar Ernir Reimarsson, báðir úr Þór, og Ísak Óli Eggertsson, KA.

Strákar fæddir 2005
Bjarki Jóhannsson, Logi Gautason, Marínó Þorri Hauksson og Skarphéðinn Ívar Einarsson, allir úr KA.

U-15 ára landslið
Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Jónatansson og Óskar Þórarinsson, allir úr KA, og Þórsarinn Sævar Þór Stefánsson.

Þess má geta að þjálfarar U-15 eru Akureyringarnir Heimir Örn Árnason og Guðlaugur Arnarsson.