KA
Áki Egilsnes semur við EHV Aue í Þýskalandi
27.05.2021 kl. 17:10
Áki Egilsnes í leik með KA í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Færeyski handknattleikmaðurinn Áki Egilsnes, sem verið hefur í herbúðum KA síðustu ár, gengur í sumar til liðs við þýska 2. deildarliðið EHV Aue. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greinir frá því að Áki hafi staðfest þetta við FM1 í Færeyjum. Með Aue leikur akureyrski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson, sem á sínum tíma lék bæði með Þór og Akureyri. Rúnar Sigtryggsson þjálfaði Aue lungann úr nýliðnu keppnistímabili - hljóp í skarðið þegar þjálfari liðsins veiktist alvarlega af Covid.