KA
Afleitur dagur fótboltaliðanna
05.06.2021 kl. 18:10
Víti! Katherine Amanda Cousins datt með tilþrifum í vítateig Þórs/KA eftir að Rakel Sjöfn Stefánsdóttir studdi hönd á hana og dómarinn gekk í gildruna. Dæmdi víti sem Cousins jafnaði úr og þar með voru gestirnir komnir á bragðið. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Slæmur dagur akureyrskra knattspyrnuliða er senn að kveldi kominn! Þór/KA tapaði fyrir Þrótti, 3:1, í efstu deild Íslandsmóts kvenna, Pepsi Max deildinni á Þórsvellinum (Salt Pay vellinum), og Þórsarar gerðu jafntefli, 2:2, við Víking í Ólafsvík í Lengjudeild karla, næstu efstu deild Íslandsmótsins.
Hulda Björg Hannesdóttir kom Þór/KA í 1:0 snemma í seinni hálfleik en dugði skammt. Sölvi Sverrisson og Jakob Snær Árnason skoruðu fyrir Þór í Ólafsvík, víti var varið frá Alvaro Montejo í stöðunni 2:1 fyrir Þór og heimamenn náðu að jafna tíu mínútum fyrir leikslok, þrátt fyrir að búið væri að reka tvo úr liði þeirra af velli.