KA
142 áhorfendur leyfðir á leik KA og Hauka
Ragnar Snær Njálsson og félagar taka á móti Haukum í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
KA tekur á móti Haukum í Olísdeild Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld. Áhorfendur eru loks leyfðir og nú er komið á hreint hve mörgum verður hleypt inn í húsið: 142 miðar verði í boði og verða börn talin með, öfugt við það sem talið var. Miðasala hefst í KA-heimilinu klukkan 16.00 en leikurinn hefst 18.00.
Nánar á heimasíðu KA, smellið hér