Fara í efni
Íþróttamaður Akureyrar

Markalaust hjá Þór/KA og Þrótti í gær

Harpa Jóhannsdóttir lék vel í marki Þórs/KA gegn Þrótti í Reykjavík í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA er í þriðja sæti, einu stigi fyrir ofan Víking, fyrir síðustu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Þór/KA gerði markalaust jafntefli við Þrótt í Reykjavík í gær og Víkingar tapaði fyrir Val í fyrradag. Þór/KA fær Víking í heimsókn í síðustu umferðinni næsta laugardag og þar ræðst hvort lið endar í þriðja sæti.

Fyrri hálfleikur í viðureign Þróttar og Þórs/KA var tíðindalítill en sá seinni fjörugri. Stelpurnar okkar fengu tvö mjög góð tækifæri til að skora, fyrst markadrottningin Sandra María Jessen og síðan Hulda Ósk Jónsdóttir en Mollee Swift varði mjög vel í bæði skiptin. Heimamenn fengu svo dauðafæri í blálokin og voru nálægt því að stela stigunum þremur en þá kom Harpa Jóhannsdóttir markvörður Þórs/KA til bjargar með glæsilegri vörslu.

Leikskýrslan

Staðan

Umfjöllun á fotbolti.net