Fara í efni
Íslandskortasafn Schulte

10 ára „afmæli“ Schulte-safnsins

Karl-Werner Schulte og Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýskalands á Íslandi, sem opnaði sýninguna á Minjasafninu á Akureyri í gær. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Sýningin Einstök Íslandskort 1535-1849 – Schulte landakortin var opnuð á Minjasafninu á Akureyri í gær.

Eins og Akureyri.net hefur reglulega fjallað um færðu þýsk hjón, dr. Karl-Werner Schulte og dr. Gisela Schulte-Daxbök, Akureyrarbæ 76 Íslandskort að gjöf árið 2014. Síðan hefur safnið vaxið jafnt og þétt, í gær bætti Karl-Werner 10 kortum við og eru þau þar með orðin 187.

Eitt kortanna sem Karl-Werner færði bænum í gær er það elsta í safninu, kort úr smiðju Lorenz Fries frá 1532.

Eitt kortanna sem Karl-Werner færði Akureyringum í gær, það elsta í Schulte-safninu glæsilega. Kortið er frá 1535, úr smiðju Laurenz Fries.

Það var sendiherra Þýskalands á Íslandi, Clarissa Duvigneau, sem opnaði sýninguna og því var fagnað að 10 ár eru síðan sveitarfélagið tók við fyrsta hluta þessarar glæsilegu gjafar hjónanna. Á veggjum safnsins gefur nú að líta 43 stór og smá kort og mun sýningin standa til 6. október.

Þess má geta að næstkomandi sunnudag, 9. júní, verður leiðsögn um þessa mögnuðu sýningu með Karl-Werner og Haraldi Þór Egilssyni safnstjóra.

Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýskalands á Íslandi, hengdi eitt kortanna á sýningunni upp á vegg í gær og naut við það aðstoðar Haraldar Þórs Egilssonar, safnstjóra Minjasafnsins.

Karl-Werner Schulte og Eiríkur Björn Björgvinsson skoða sýninguna í gær. Eiríkur Björn var bæjarstjóri á Akureyri þegar Schulte hjónin færðu sveitarfélaginu fyrstu kortin að gjöf fyrir 10 árum.


Fjöldi fólks lagði leið sína í Minjasafnið þegar sýningin var opnuð í gær.

Karl-Werner Schulte og Jürgen Jamin sóknarprestur Péturssóknar kaþólskra á Norðurlandi.

Hörður Geirsson, Katrín Björg Ríkarðsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir.

Tríó Kristjáns Edelstein lék eðaldjass fyrir gesti og gangandi í gær. Frá vinstri, Kristján, Halldór Gunnlaugur Hauksson og Stefán Ingólfsson

Karl-Werner Schulte, Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýskalands á Íslandi, og Sigfús Karlsson, formaður stjórnar Minjasafnsins.