Fara í efni
Íshokkí

„Vorum aðeins duglegri þegar við vorum yfir“

Heiðar Kristveigarson, einn Akureyringanna í liði SR, með pökkinn í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Heiðar Kristveigarson hefur aldrei tapað úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaraitilinn í íshokkí, en hann er núna á sínu fyrsta tímabili með SR eftir að hafa verið í SA frá blautu barnsbeini. Honum fannst skrýtið að mæta gömlu félögunum, en „það er alltaf gaman að vinna, náttúrlega,“ sagði Heiðar eftir leikinn. „Þetta var mjög jafnt og hefði getað farið á báða vegu, en þetta bara endaði okkar megin. Það var einfaldlega þannig.“

Heiðar tók undir með blaðamanni að Atli markvörður hafi staðið vel fyrir sínu hjá gestunum. „Atli var rosalegur og varði allt sem kom á markið. Í lokin fannst mér við bara aðeins duglegri og passívari þegar við vorum komnir yfir. Þetta var bara geggjað og gekk allt upp hjá okkur,“ sagði Heiðar Kristveigarson, fyrrum Íslandsmeistari með SA-Víkingum og nú með SR.