Fara í efni
Íshokkí

Úrslit ráðast ekki fyrr en á laugardagskvöld

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ekki er ofsagt að allt getur gerst í íþróttum. Kvennalið Skautafélags Akureyrar burstaði lið Fjölnis 13:1 í fyrsta úrslitaleik Íslandsmótsins í íshokkí á Akureyri í vikunni og gat tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í Egilshöll. Þar gerðu Fjölniskonur sér hins vegar lítið fyrir og unnu þannig að úrslit mótsins ráðast ekki fyrr en á Akureyri á laugardagskvöldið.

Heimamenn komust þrisvar yfir í gær, en stelpurnar okkar jöfnuðu jafnharðan. Fjögur mörk voru gerð í fyrsta leikhluta:

  • 1:0 Laura Murphy
  • 1:1 Berglind Leifsdóttir
  • 2:1 Laura Murphy
  • 2:2 Sunna Björgvinsdóttir

Ekkert var skorað í öðrum leikhluta, en hvort lið gerði eitt mark í þeim þriðja:

  • 3:2 Sigrún Arnardóttir
  • 3:3 Hilma Bergsdóttir

Ekkert var skorað í framlengingu en í sögulegri vítakeppni var það Andrea Jóhannesdóttir, markvörður Fjölnis, sem stal senunni. Andrea, sem var ekki með í fyrsta leiknum á Akureyri, varði frá öllum þremur mótherjunum; Kolbrúnu Garðarsdóttur, Sunnu Björgvinsdóttur og Sögu Sigurðardóttur. Birta Þorbjörnsdóttir, markvörður SA, varð eitt skot en Laury Murphy skoraði hjá henni. Þriðja vítaskytta Fjölnis þurfti ekki að spreyta sig því úrslitin voru ráðin þegar kom að henni.

  • Síðasti úrslitaleikur liðanna verður í Skautahöllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og hefst klukkan 21.00.