Íshokkí
Umsjónarkennarinn og Aldís best á skautum!
24.01.2021 kl. 13:42
Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson. Mynd af heimasíðu Skautafélags Akureyrar.
Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Skautafélags Akureyrar 2020. Valið var tilkynnt í vikunni og kemur engum á óvart, enda var Aldís Kara kjörin íþróttakona Akureyrar um svipað leyti og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands. Þá er Ingvar Þór einn besti íshokkímaður landsins. Það sem gerir valið á þeim enn skemmtilegra en ella er að Ingvar Þór, sem kennir stærðfræði, eðlisfræði og forritun í Menntaskólanum á Akureyri, er umsjónarkennari Aldísar Köru þar!