Fara í efni
Íshokkí

Tveir stórsigrar SA stúlkna í Reykjavík

Íslands­meist­ar­ar Skautafélags Akureyrar unnu lið Skautafélags Reykjavíkur í tvígang um helgina í Reykjavík í Hertz deild Íslandsmótsins. Báðir leikirnir enduðu 5:0 en liðins mættust á laugardag og sunnudag. SA er komið upp að hlið Fjölnis í efsta sæti deildarinnar með 18 stig.

Í gær gerði Katrín Björns­dótt­ir tvö mörk, Magda­lena Su­lova, Gunn­borg Jó­hanns­dótt­ir og Hilma Bergs­dótt­ir eitt hvor.

Á föstudag vann SA einnig 5:0 sem fyrr segir. Katrín Björns­dótt­ir skoraði í fyrstu lotu og svo komu ekki mörk fyrr en í þriðju og síðustu; þá skoruðu Sól­rún Arn­ar­dótt­ir, Gunn­borg Jó­hanns­dótt­ir, Ragn­heiður Ragn­ars­dótt­ir og Berg­lind Leifs­dótt­ir.