Fara í efni
Íshokkí

Stórskemmtileg byrjun á einvíginu

Hafþóri Sigrúnarsyni, sem er annar frá vinstri, fagnað eftir að hann kom SA í 3:2 í kvöld. Til vinstri er Gunnar Arason og Orri Blöndal hægra megin við markaskorarann. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

SA Víkingar, lið Skautafélags Akureyrar, hafði betur gegn Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí. Liðin mættust á Akureyri í kvöld og úrslitin urðu 6:5 í kaflaskiptum hörkuleik.

Fjölmennt var í Skautahöllinni á Akureyri og liðin skemmtu áhorfendum konunglega. SR komst í 2:0 eins og sjá má hér að neðan en síðan gerði heimamenn næstu fjögur mörk.

  • 0:1 Axel Orongan (11. mín.)
  • 0:2 Styrmir Maack (13.)
  • 1:2 Heiðar Jóhannsson (14.)
  • 2:2 Ævar Arngrímsson (25.)
  • 3:2 Hafþór Sigrúnarson (33.)
  • 4:2 Hafþór Sigrúnarson (34.)
  • 4:3 Sölvi Atlason (37.)
  • 5:3 Unnar Rúnarsson (38.)
  • 6:3 Unnar Rúnarsson (40.)
  • 6:4 Egill Þormóðsson (43.)
  • 6:5 Brynjar Bergmann (60. - rúmlega 30 sekúndur voru eftir)

Liðin mætast næst í Reykjavík á fimmtudagskvöldið og þriðja úrslitaleikurinn verður á Akureyri á laugardaginn. Það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari.

Hafþór Sigrúnarson (23) skorar þriðja mark SA í kvöld með flottu skoti. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Vinir en mótherjar í kvöld! Akureyringurinn Alex Orongan, til vinstri, gerði fyrsta mark leiksins fyrir SR en Unnar Rúnarsson, fyrrum samherji hans, skoraði í tvígang fyrir SA.