Fara í efni
Íshokkí

Stelpurnar unnu aftur og fengu bikarinn

Gleði á svellinu! Deildarbikarinn fer á loft eftir sigur SA-stelpnanna í dag.

Kvennalið Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar fékk deild­ar­meist­ara­bik­arinn afhentan í dag eftir 3:0 sigur á Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Stelpurnar okkar tryggðu sér titilinn í gær þegar þær sigruðu Fjölni á sama stað.

Katrín Björns­dótt­ir var í stóru hlutverki hjá SA í dag; lagði upp fyrsta mark leiksins sem Aðal­heiður Ragn­ars­dóttir skoraði í fyrsta leikhluta og gerði svo tvö seinni mörkin í öðrum leikhluta, bæði eftir stoðsendingu Gunn­borgar Jó­hanns­dótt­ur.

SA lauk Hertz deildarkeppninni með 42 stig, Fjöln­ir fékk 30 en Skauta­fé­lag Reykja­vík­ur var án stiga í vetur. SA og Fjönir leika því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og þar verður SA með heimaleikjaréttinn.

Deildarmeistarar Skautafélags Akureyrar 2023.