Fara í efni
Íshokkí

Sextán akureyrskar í hokkílandsliðinu

Kvennalandslið Íslands í íshokkí ásamt starfsliði. Mynd: ihi.is.

Skautafélag Akureyrar á sex fulltrúa af 22 í kvennalandsliði íslands í íshokkí sem er á leið á Heimsmeistaramót IIHF í apríl. Það hefði einhvern tíma þótt frekar fámennur hópur miðað við þann fjölda íshokkíkvenna sem Akureyri hefur alið af sér enda segir þessi tala ekki alla söguna. Af 22 leikmönnum í hópnum eru einnig sex hokkíkonur frá Akureyri sem leika erlendis og fjórar sem leika með Reykjavíkurliðunum. Alls eru því 16 af 22 hokkíkonum landsliðsins með akureyrskt blóð, að minnsta kosti.

Leikmenn Skautafélags Akureyrar í landsliðshópnum: 

  • Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir
  • Amanda Bjarnadóttir
  • Anna Sonja Ágústsdóttir
  • Kolbrún Björnsdóttir
  • Magdalena Sulova
  • Silvía Rán Björgvinsdóttir

Þær sex sem koma upphaflega úr röðum Skautafélags Akureyrar, en leika erlendis eru: 

  • Birta Júlía Þorbjörnsdóttir, Odense Ishockey Klub
  • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir, Malmö Redhawks
  • Herborg Rut Geirsdóttir, Rögle BK
  • Inga Rakel Aradóttir, Odense Ishockey Klub
  • Katrín Rós Björnsdóttir, Örebro HK
  • Sunna Björgvinsdóttir, Södertälje SK

Berglind Rós Leifsdóttir, Kolbrún María Garðarsdóttir og Teresa Regína Snorradóttir úr Fjölni og Saga Margrét Sigurðardóttir úr SR eiga það einnig sameiginlegt að koma frá Akureyri og yngriflokkastarfinu í SA. 

Auk þeirra eru í landsliðshópnum Andrea Diljá Bachmann úr SR og þær Elisa Sigfinnsdóttir, Elín Darko, Eva Hlynsdóttir, Laura-Ann Murphy og Sigrún Agatha Árnadóttir frá Fjölni. 

Akureyringurinn Jón Benedikt Gíslason er aðalþjálfari landsliðsins. Að venju má einnig búast við akureyrsku blóði í liðs- og tækjastjórn landsliðsins. Leikið verður í Canillo í Andorra dagana 7.-13. apríl.