Fara í efni
Íshokkí

SA Víkingar unnu toppslaginn við SR

Mynd af Facebook síðu SA.

Karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkingar, vann Skautafélag Reykjavíkur 3:1 í gær á heimavelli á Íslandsmótinu. SA er því áfram á toppi Hertz deildarinnar.

Gunnar Arason skoraði tvö mörk fyrir SA Víkinga í leiknum og Baltasar Hjálmarsson eitt. Bæði lið skutu 37 sinnum á mark í leiknum og var SA-ingurinn Jakob Jóhannesson með 97,3% markvörslu.