Fara í efni
Íshokkí

SA Víkingar unnu SR í magnaðri viðureign

Hafþór Sigrúnarson, til vinstri, gerði eitt mark SA í gærkvöldi. Til hægri er Akureyringurinn Heiðar Kristveigarson sem leikur með SR. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Karlalið Skautafélags Akureyrar, Víkingar, vann lið Skautafélags Reykjavíkur 7:5 í hörkuleik á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. Akureyringar eru þar með komnir með 27 stig í Hertz deildinni en SR er með 16.

Reykvíkingar byrjuðu af gríðarlegum krafti, staðan eftir fyrstu lotu var 3:1 þeim í hug og gestirnir komust í 5:1 í annarri lotu áður en Strákarnir okkar hrukku í gang, jöfnuðu 5:5 og gerði svo tvö síðustu mörkin í síðustu lotunni. Ótrúlegur leikur en allt er gott sem endar vel!

Uni Blöndal Sigurðarson gerði þrjú mörk fyrir SA en þeir Gunnar Arason, Andri Mikaelsson, Ormur Jónsson og Hafþór Sigrúnarson hver.

Þessi skemmtilega mynd birtist á Facebook síðu Skautafélags Akureyrar í dag: Uni Blöndal Sigurðarson, sem gerði þrjú mörk í leiknum, og Orri Blöndal, móðurbróðir hans, sigri hrósandi að leikslokum.