Fara í efni
Íshokkí

SA Víkingar taka á móti SR í kvöld

SA Víkingar og SR mættust í úrslitarimmunni í fyrra. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Topplið SA Víkinga í Hertz-deild karla í íshokkí fær Íslandsmeistarana í Skautafélagi Reykjavíkur í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:30.

SA Víkingar eru á toppi deildarinnar og voru ósigraðir á tímabilinu þar til fyrr í mánuðinum þegar þeir máttu játa sig sigraða gegn SR í Laugardalnum, 6-2, en þessi lið háðu rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og höfðu Reykvíkingar þá betur í oddaleik á Akureyri. SA Víkingar hafa 36 stig á toppnum, SR er með 24 stig og Fjölnir með 15. 

Það má því búast við hörkuleik milli þessara liða í kvöld.