Íshokkí
SA tapaði í tvígang fyrir Fjölni um helgina
Frá leik SA og Fjölnis fyrr í vetur. Ljósmynd: Þórir Tryggvason
Íslandsmeistarar Skautafélags Akureyrar í íshokkí kvenna töpuðu í tvígang fyrir Fjölni í Reykjavík um helgina. Fjölnir vann fyrri leikinn 3:1 í gærkvöldi og þann seinni 4:2 í morgun.
Stelpurnar okkar eru þrátt fyrir töpin enn á toppi Íslandsmótsins, Hertz-deildarinnar, með 33 stig en Fjölniskonur hafa nú 27 stig að loknum 13 umferðum.
Magdalena Sulova og Herborg Geirsdóttir skoruðu fyrir SA í morgun en Katrín Björnsdóttir í gær.