Íshokkí
SA tapaði fyrir KHL Sisak frá Króatíu
24.09.2022 kl. 22:02
Mynd af Facebook síðu Skautafélags Akureyrar.
SA Víkingar töpuðu í dag 6:2 fyrir KHL Sisak frá Króatíu í Evrópukeppni meistaraliða í íshokkí. SA-strákarnir taka þátt í fjögurra liða riðli í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, og unnu fyrsta leikinn í gær þegar þeir mættu heimamönnum í NSA eins og fram kom á Akureyri.net þá.
Króatarnir byrjuðu mun betur og voru komnir í 4:0 um miðjan annan leikhluta. Andri Mikaelsson og Birkir Einisson gerðu mörk SA í leiknum.
Á vef SA kemur fram að Sisak átti 41 skot á mark en SA Víkingar 28.
SA mætir eistnesku meisturunum í Tartu Valk á morgun og geta Akureyringarnir náð öðru sæti í riðlinum með sigri.