Fara í efni
Íshokkí

SA stelpurnar urðu deildarmeistarar

Kvennalið Skautafélags Akureyrar tryggði sér deildarmeistaratitilinn í íshokkí í dag með 4:2 sigri á liði Fjölnis í Skautahöllinni á Akureyri. Karlalið SA hafði áður náð sama takmarki.

Guðrún Viðars­dótt­ir kom Fjölni yfir með eina marki fyrstu lot­unn­ar en þær Hilma Bergs­dótt­ir og Am­anda Bjarna­dótt­ir sneru tafl­inu við, hvor með sínu marki, í ann­arri lotu. Hilma bætti við tveim­ur mörk­um í þriðju lotu og kom SA í 4:1 áður en Sigrún Árna­dótt­ir minnkaði mun­inn í 4:2.

SA er með 39 stig í topp­sæt­inu, níu stig­um á und­an Fjölni, þegar aðeins ein­um leik er ólokið í deild­ar­keppn­inni. Liðin mætast aftur á sama stað klukkan 10 á morgun, sunnudag.

Karlalið SA fagnaði einnig sigri. Strákarnir tóku á móti liði Fjölnis í kvöld og unnu 4:1. Unn­ar Rún­ars­son, Jó­hann Már Leifs­son, Atli Sveins­son og Andri Mika­els­son gerðu mörk SA en Hilm­ar Sverris­son skoraði fyrir Fjölni. SA er lang efst og hefur fyrir þónokkru tryggt sér deild­ar­meist­ara­titil­inn.

Karlalið SA spilar einnig aftur á morgun, þegar Skautafélag Reykjavíkur sækir Akureyringa heim kl. 16.45.