Fara í efni
Íshokkí

SA stelpurnar unnu SR örugglega í tvígang

Mynd af Facebook síðu íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar.

Kvennalið Skautafélags Akureyrar vann lið Skautafélags Reykjavíkur tvisvar mjög örugglega á Íslandsmótinu um helgina. Liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri, úrslitin urðu 6:2 í gær og 8:0 í morgun.

  • 1:2, 4:0, 1:0 – 6:2 – Herborg Geirsdóttir 3 mörk , Gunnborg Jóhannsdóttir 1, Ragnhildur Kjartansdóttir 1, Berglind Leifsdóttir 1.
  • 4:0, 2:0, 2:0 – 8:0 – Anna Ágústsdóttir 2, Gunnborg Jóhannsdóttir 2, Magdalena Sulova 1, Amanda Bjarnadóttir 1, Ragnhildur Kjartansdóttir 1, María Eiríksdóttir 1.

SA hefur unnið alla átta leikina til þessa, er með 24 stig og markatala liðsins er 33 í plús; SA hefur skorað 33 mörkum meira en liðið hefur fengið á sig.