Fara í efni
Íshokkí

SA stelpurnar gerðu 19 mörk gegn SR

Hilma Bergsdóttir gerði fjögur mörk í dag. Hér er hún með pökkinn í leik SA og SR á Akureyri í gær. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Stelpurnar í Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar burstuðu lið Skauta­fé­lags Reykja­vík­ur í annað sinn á jafn­mörg­um dög­um í Hertz-deild kvenna í ís­hokkí í dag. SA vann 17:2 í gær og 19:0 í dag. Tvær fyrstu loturnar í dag fóru 6:0 og sú þriðja 7:0. SA hefur þar með unnið alla þrjá leikina í deildinni.

Hilma Bergsdóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir gerðu 4 mörk hvor í dag, Berglind Leifsdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Jónína Guðbjartsdóttir 2 mörk hver og Inga Aradóttir, Saga Sigurðardóttir, Teresa Snorradóttir, María Eiríksdóttir og Katrín Björnsdóttir eitt hver.